top of page

Neyðarnúmer Óskasjóðsins
ef þú sérð veika/slasaða kisu eða kettlinga í Hafnarfirði:

859-6646

Hjálpaðu
villikisu

​​​​Styrktu sjóðinn!

Óskasjóður Púkarófu

 

Öll eigum við óskir um betra líf á einhverjum tímapunkti á ævinni.
 

Ég er viss um að dýrin eru eins. Púkarófu Frúin fagra hafði bæði gáfur og skynsemi til þess að láta ósk sína rætast í hörku gaddi í vetrartíð þegar að hún kom litlum kettlingi sínum í hendurnar á dýravinum í Hafnarfirði fyrir fjórum árum.
 

Einnig vakti hún athygli á sjálfri sér og litlu villikattasamfélagi þar sem hún réði ríkjum. Síðan hafa margar óskir ræst í veröld villikatta. Óskasjóður Púkarófu er komin í loftið undir formerkjum Dýraverndunarfélags Hafnfirðinga, að óskir villikatta mega rætast um enn betra líf í framtíðinni.

Gefðu villikisu heimili 
Þessi litlu krútt leita að heimili

Villiköttur vikunnar
Sólstormur var tekinn inn 4 vikna gamall með bróður sínum Mánagull.
Hann er ömmustrákur Frú Púkarófu. Hann vakti strax mikla athygli vegna þess hve mikið krútt hann var og er. Hann er ekki ólíkur ömmu sinni í fari. Hann veit hvað hann vill og er virkilega skemmtilegur og gáfaður köttur

 

 

Óskaarmbönd Púkarófu
Óskaarmband Púkarófu, litríkt eins og hún sjálf, svörtu hraunkúlurnar eru heimkynni hennar og hraunið í Hafnarfirði. Hvítakúlan er sakleysi dýranna, bláakúlan móðir jörð og fjaðrirnar frelsi og hið villta eðli. Fallegt og mjög táknrænt
Óskaarmbandið verður á kynningar tilboði

út apríl á 2900 kr 
Hægt er að panta það hér í skilaboðum eða kaupa hjá Nínó, heilsuhús Hunda Og Katta Lækjargötu 34b Hafnarfirði.

Kíktu á Óskaarmband Púkarófu

 

 

 

Óskasjóður Púkarófu í Morgunblaðinu

Fallegar villikisur

  • Wix Facebook page

Hafnarfjarðarútibú Lækjargötu 34b

bottom of page